fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Google Maps hætt að fela hernaðarlegar staðsetningar í Rússlandi

Pressan
Mánudaginn 18. apríl 2022 16:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Google Maps hefur nú hætt að „blörra“ hernaðarlegar staðsetningar í Rússlandi frá og með deginum í dag og því er hægt að skoða þessar staðsetningar á kortinu. Þar má finna herstöðvar, skotpalla fyrir flugskeyti og svo framvegis.

Frá þessu greindi úkraínski herinn á Twitter.

„Nú geta allir séð rússneska skotpalla, námur fyrir langdræg flugskeyti, herstöðvar og leynilegar landfyllingar í upplausninni 0,5 metrar á hverja myndeiningu“ 

Meðal þess sem nú má sjá á kortum er geymsla fyrir kjarnorkuvopn í nágrenni við Murmansk, kafbáta við Kamchatka og flustöð hersins í borginni Kursk sem er aðeins 150 kílómetrum frá landamærum Rússlands við Úkraínu.

Þetta eru nýjustu vendingar í samskiptum Rússlands og bandaríska tæknirisans Google sem hafa orðið verulega stirð eftir að innrásin í Úkraínu hófst. 

Þessar staðsetningar hafa hingað til verið afmáðar eða birtar í lágum gæðum á kortinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést