Google Maps hefur nú hætt að „blörra“ hernaðarlegar staðsetningar í Rússlandi frá og með deginum í dag og því er hægt að skoða þessar staðsetningar á kortinu. Þar má finna herstöðvar, skotpalla fyrir flugskeyti og svo framvegis.
Frá þessu greindi úkraínski herinn á Twitter.
„Nú geta allir séð rússneska skotpalla, námur fyrir langdræg flugskeyti, herstöðvar og leynilegar landfyllingar í upplausninni 0,5 metrar á hverja myndeiningu“
⚡️GOOGLE MAPS ВІДКРИВ ДОСТУП ДО ВІЙСЬКОВИХ ТА СТРАТЕГІЧНИХ ОБ’ЄКТІВ РОСІЇ.
Тепер кожен може побачити різноманітні російські пускові установки, шахти міжконтинентальних балістичних ракет, командні пункти та секретні полігони з роздільною здатністю близько до 0,5 метра на піксель. pic.twitter.com/i75wR8Efwo— Armed Forces 🇺🇦 (@ArmedForcesUkr) April 18, 2022
Meðal þess sem nú má sjá á kortum er geymsla fyrir kjarnorkuvopn í nágrenni við Murmansk, kafbáta við Kamchatka og flustöð hersins í borginni Kursk sem er aðeins 150 kílómetrum frá landamærum Rússlands við Úkraínu.
Þetta eru nýjustu vendingar í samskiptum Rússlands og bandaríska tæknirisans Google sem hafa orðið verulega stirð eftir að innrásin í Úkraínu hófst.
Þessar staðsetningar hafa hingað til verið afmáðar eða birtar í lágum gæðum á kortinu.