fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Uppgötvuðu risastór íseldfjöll á Plútó

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. apríl 2022 07:30

Plútó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa uppgötvað undarleg svæði á Plútó, segja má að þau séu eiginlega „kekkjótt“. Slík svæði hafa aldrei áður uppgötvast í sólkerfinu okkar. Þau gefa til kynna að risastór íseldfjöll hafi nýlega verið virk á þessari fjarlægu dvergplánetu.

Videnskab skýrir frá þessu. Skýrt er frá þessari uppgötvun í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature Communications.

Vísindamennirnir greindu myndir sem New Horizon geimfar bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA tók af Plútó. Greiningin leiddi í ljós að Plútó var heitur að innan mun síðar en áður var talið.

Lengi hefur verið talið að íseldfjöll séu á mörgum köldum tunglum í sólkerfinu en á Plútó líta þau „allt öðruvísi út en nokkuð annað sem við höfum séð“ segir Kelsi Singer sem vann að rannsókninni.

Vísindamennirnir geta ekki enn sagt til um hvenær íseldfjöllin mynduðust en þeir telja þau frekar „ung“ eða „aðeins“ nokkur hundruð milljóna ára gömul.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali