Videnskab skýrir frá þessu. Skýrt er frá þessari uppgötvun í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature Communications.
Vísindamennirnir greindu myndir sem New Horizon geimfar bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA tók af Plútó. Greiningin leiddi í ljós að Plútó var heitur að innan mun síðar en áður var talið.
Lengi hefur verið talið að íseldfjöll séu á mörgum köldum tunglum í sólkerfinu en á Plútó líta þau „allt öðruvísi út en nokkuð annað sem við höfum séð“ segir Kelsi Singer sem vann að rannsókninni.
Vísindamennirnir geta ekki enn sagt til um hvenær íseldfjöllin mynduðust en þeir telja þau frekar „ung“ eða „aðeins“ nokkur hundruð milljóna ára gömul.