fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

Svona er hægt að gera lífið sjálfbærara og spara um leið

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. apríl 2022 18:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu árum hefur umræðan um umhverfisvernd, loftslagsbreytingar og nauðsyn þess að við lifum sjálfbæru lífi færst í aukana. Sífellt fleiri eru meðvitaðir um loftslagsmálin og umhverfisvernd og vilja lifa sjálfbæru lífi.

En mörgum finnst þetta erfitt. Hvar á að byrja? Mun þetta virka hamlandi á lífið sem fólk hefur vanist? Stutta svarið er að það þarf ekki að vera svo erfitt að gera hversdaginn sjálfbærari. Það er er í raun auðvelt og ekki skemmir fyrir að þú getur sparað peninga með því.

Hér eru nokkur ráð sem geta gert lífið sjálfbærara og þar með umhverfisvænna.

Settu lok á pottana. Með því að hafa lok á pottunum þegar verið er að elda þarf aðeins fjórðung af því rafmagni sem þarf annars til að halda 1,5 lítrum af vatni sjóðandi.

Mundu að setja lokið á.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þú skalt fylgjast með hitastiginu í ísskápnum. Hitinn á að vera 4 til 5 gráður. Ef þú lækkar hitastigið um eina gráðu þá eykst rafmagnsnotkunin um 5%.

Afþíddu mat í ísskápnum. Með því að gera það dregurðu úr rafmagnsnotkun ísskápsins því frystivaran gefur frá sér kulda sem dregur úr orkuþörf ísskápsins.

Veldu heimilistæki í orkuflokki A. Heimilistæki eru með orkumerki á bilinu A til G en þau segja til um hversu mikið rafmagn þau nota. Tæki með A-merki notar mun minna rafmagn en samsvarandi tæki með G-merki.

Veldu heimilistæki sem eru í bestu flokkunum varðandi orkunotkun.

 

 

 

 

 

 

Notaðu sparperur eða LED-perur. Líftími þeirra er allt að átta sinnum lengri en líftími glópera. Þess utan nota þessar perur allt að 75% minna rafmagn en glóperur.

Endurnýttu eða keyptu notað. Það er hægt að gera við marga hluti í staðinn fyrir að henda þeim. Það er líka hægt að kaupa notaða hluti í stað nýrra. Það er ódýrara og þeir eru ekki endilega verri.

Keyptu dýrar vörur. Verð og gæði tengjast oft og gæðavörur endast lengur. Til lengdar er hægt að spara peninga með því að kaup dýrari vörur og um leið hlífir þú umhverfinu því fataframleiðsla er einn af verstu syndurunum hvað varðar umhverfismál.

Sparaðu heita vatnið. Þegar þú ferð í sturtu notar þú um 10 lítra á mínútu. Það er því góð hugmynd að stytta sturtuferðirnar, bæði fyrir veskið og fyrir náttúruna.

Styttu tímann í sturtunni.

 

 

 

 

 

 

Reyndu að nota bakstursofninn eins lítið og hægt er. Bakstursofnar nota mikið rafmagn og því er ódýrara, og þar með betra fyrir umhverfið, að elda matinn í pottum, pönnum eða örbylgjuofni þegar hægt er.

Lækkaðu hitastigið þegar þú þværð þvott. Ef þú lækkar hitastigið aðeins þegar þú þværð þvott hlífir þú umhverfinu og lengir líftíma fatnaðarins. Þú sparar líka rafmagn.

Slökktu á rafmagnstækjunum.  Rafmagnstæki nota rafmagn þótt það sé ekki verið að nota þau. Það að hafa þau á „standby“ er ansi stór hluti af rafmagnsnotkuninni. Slökktu því alveg á þeim ef hægt er, til dæmis með því að nota fjöltengi með slökkvara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Obama snýr bakinu við Biden

Obama snýr bakinu við Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona var skotin til bana, óvopnuð á sínu eigin heimili, af lögreglumanninum sem átti að vernda hana

Kona var skotin til bana, óvopnuð á sínu eigin heimili, af lögreglumanninum sem átti að vernda hana
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 1 viku

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Juno myndaði hrauntjarnir á Io

Juno myndaði hrauntjarnir á Io