Um einkasafn er að ræða. Lögreglan skýrði frá þessu á heimasíðu sinni nýlega. Fram kemur að þetta sé stærsta safn þessarar tegundar sem fundist hefur í Evrópu.
Í því eru meðal annars fílar, nashyrningar, hlébarðar, ísbirnir og krókódílar. 405 af uppstoppuðu dýrunum eru tegundir sem eru í útrýmingarhættu og njóta því verndar. Einnig eru þar 198 fílabein.
Geymslan, eða skemman, er 50.000 fermetrar en það svarar til sjö knattspyrnuvalla.
Lögreglan hefur ekki skýrt frá hver á safnið en rannsókn stendur yfir á smygli á uppstoppuðum dýrum og brotum á lögum um vernd dýrategunda sem eru í útrýmingarhættu.
Dagblaðið Las Provinciaser segir að eigandinn sé þekktur kaupsýslumaður frá Valencia. Hann er sagður hafa erft flest dýrin frá föður sínum.
Ekki hefur verið skýrt frá af hverju lögreglan leitaði í geymsluhúsnæðinu.
Lögreglan telur að svartamarkaðsverð dýranna sé tæplega 30 milljónir evra.