fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Pressan

Óvæntur fundur spænsku lögreglunnar – Ótrúlegt safn uppstoppaðra dýra

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. apríl 2022 07:00

1.090 uppstoppuð dýr voru í safninu. Mynd:Guardia Civil M. Interior

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fílar, nashyrningar og ísbirnir eru meðal þeirra 1.090 uppstoppuðu dýra sem spænska lögreglan fann í geymslu í bænum Bétera, sem er um 20 km frá Valencia.

Um einkasafn er að ræða. Lögreglan skýrði frá þessu á heimasíðu sinni nýlega. Fram kemur að þetta sé stærsta safn þessarar tegundar sem fundist hefur í Evrópu.

Í því eru meðal annars fílar, nashyrningar, hlébarðar, ísbirnir og krókódílar. 405 af uppstoppuðu dýrunum eru tegundir sem eru í útrýmingarhættu og njóta því verndar. Einnig eru þar 198 fílabein.

Geymslan, eða skemman, er 50.000 fermetrar en það svarar til sjö knattspyrnuvalla.

Lögreglan hefur ekki skýrt frá hver á safnið en rannsókn stendur yfir á smygli á uppstoppuðum dýrum og brotum á lögum um vernd dýrategunda sem eru í útrýmingarhættu.

Dagblaðið Las Provinciaser segir að eigandinn sé þekktur kaupsýslumaður frá Valencia. Hann er sagður hafa erft flest dýrin frá föður sínum.

Ekki hefur verið skýrt frá af hverju lögreglan leitaði í geymsluhúsnæðinu.

Lögreglan telur að svartamarkaðsverð dýranna sé tæplega 30 milljónir evra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Grínistinn minnist mótleikara síns með hlýju – „Hún var mjög góð stelpa“

Grínistinn minnist mótleikara síns með hlýju – „Hún var mjög góð stelpa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Meintri nasistakveðju Musk varpað á verksmiðju Tesla í Berlín

Meintri nasistakveðju Musk varpað á verksmiðju Tesla í Berlín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skelfing í afskekktu héraði – 17 látnir af völdum dularfullra veikinda

Skelfing í afskekktu héraði – 17 látnir af völdum dularfullra veikinda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stór áfangi í baráttunni við krabbamein í brisi

Stór áfangi í baráttunni við krabbamein í brisi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk svarar fyrir „nasistakveðjuna“

Elon Musk svarar fyrir „nasistakveðjuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilsaði Elon Musk að nasistasið?

Heilsaði Elon Musk að nasistasið?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur