fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Kínverskir læknar sagðir hafa fjarlægt hjörtu og lungu úr lifandi föngum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. apríl 2022 21:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínversk yfirvöld réðu skurðlækna til starfa til að taka dauðadæmda fanga af lífi með því að taka hjörtu þeirra og lungu úr þeim. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við The Australian National University.

Daily Mail segir að þeir hafi farið yfir mörg þúsund kínverskar sjúkraskýrslur og hafi þannig komist að því hvernig Kínverjar bera sig að við að nota líffæri úr föngum við ígræðslur.

Rannsóknin hefur verið birt í American Journal of Transplantation. Í henni er komist að þeirri niðurstöðu að uppgefin dánarorsök sé ekki í samræmi við þau læknisfræðilegu inngrip sem 56 kínversk sjúkrahús skráðu. Þess í stað voru hjörtu tekin úr föngum áður en þeir voru heiladauðir. Hjörtun voru síðan notuð við líffæraígræðslur.

Baráttufólk fyrir mannréttindum segir að þetta „segi hræðilega sögu morða og limlestinga í Kína“ og að sögurnar sem berist af framferði kínverska kommúnistaflokksins séu „næstum of hræðilegar til að hægt sé að trúa þeim“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést