Blaðið var gefið út 1940. Í því kom ofurhetjan Captain America fram á sjónarsviðið í fyrsta sinn ásamt félaga sínum, Bucky.
Á forsíðunni er meðal annars mynd af Captain America að gefa Adolf Hitler á kjaftinn.
Blaðið var selt á uppboði hjá Heritage Auctions og með þessu verði komst það í hóp fimm dýrustu teiknimyndablaða sögunnar. Eintakið er nánast í fullkomnu standi og eitt af fjórum best varðveittum eintökunum sem vitað er um í heiminum.
Dýrasta teiknimyndablað sögunnar er „Amazing Fantasy No. 15“ sem var selt á uppboði í september á síðasta ári fyrir 3,6 milljónir dollara. Það er merkilegt fyrir þær sakir að í því kom Köngulóarmaðurinn fram á sjónarsviðið í fyrsta sinn.