fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Borgaði rúmlega 400 milljónir fyrir teiknimyndasögu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. apríl 2022 07:30

Svona lítur blaðið dýra út. Mynd:Heritage Auctions

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta tölublaðið af teiknimyndablaðinu „Captain America Comics“ var selt fyrir 3,12 milljónir dollara nýlega. Upphæðin svarar til rúmlega 400 milljóna íslenskra króna.

Blaðið var gefið út 1940. Í því kom ofurhetjan Captain America fram á sjónarsviðið í fyrsta sinn ásamt félaga sínum, Bucky.

Á forsíðunni er meðal annars mynd af Captain America að gefa Adolf Hitler á kjaftinn.

Blaðið var selt á uppboði hjá Heritage Auctions og með þessu verði komst það í hóp fimm dýrustu teiknimyndablaða sögunnar. Eintakið er nánast í fullkomnu standi og eitt af fjórum best varðveittum eintökunum sem vitað er um í heiminum.

Dýrasta teiknimyndablað sögunnar er „Amazing Fantasy No. 15“ sem var selt á uppboði í september á síðasta ári fyrir 3,6 milljónir dollara. Það er merkilegt fyrir þær sakir að í því kom Köngulóarmaðurinn fram á sjónarsviðið í fyrsta sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Í gær

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn