fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Fundu grafreit fljúgandi skriðdýra

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. apríl 2022 17:30

Frá Atacamaeyðimörkinni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa fundið grafreit fljúgandi skriðdýra í Atacamaeyðimörkinni í Chile. Þar eru vel varðveitt bein fljúgandi skriðdýra sem voru uppi á sama tíma og risaeðlurnar eða fyrir rúmlega 100 milljónum ára.

Þessi fljúgandi skriðdýr voru af tegundinni pterosaurs en hún var uppi samtímis og risaeðlur og var með mikið vænghaf og nærðist með því að sía fæðu úr vatni með löngum og þunnum tönnum sínum. Ekki ósvipað því sem flamingófuglar gera.

The Guardian segir að vísindamenn, undir forystu Jhonatan Alarcón hjá Chile háskóla, hafi árum saman leitað að pterosaurs en þessi uppgötvun hafi farið fram úr björtustu vonum þeirra.

Uppgötvunin mun gera vísindamönnum kleift að rannsaka lífshætti pterosaurs, ekki bara líffræði þeirra að hans sögn. Hann sagði að hægt verði að rannsaka hvort dýrin hafi alið afkvæmi sín upp eða yfirgefið þau snemma.

Það kom vísindamönnunum einnig á óvart hversu vel beinin eru varðveitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést