Þessi fljúgandi skriðdýr voru af tegundinni pterosaurs en hún var uppi samtímis og risaeðlur og var með mikið vænghaf og nærðist með því að sía fæðu úr vatni með löngum og þunnum tönnum sínum. Ekki ósvipað því sem flamingófuglar gera.
The Guardian segir að vísindamenn, undir forystu Jhonatan Alarcón hjá Chile háskóla, hafi árum saman leitað að pterosaurs en þessi uppgötvun hafi farið fram úr björtustu vonum þeirra.
Uppgötvunin mun gera vísindamönnum kleift að rannsaka lífshætti pterosaurs, ekki bara líffræði þeirra að hans sögn. Hann sagði að hægt verði að rannsaka hvort dýrin hafi alið afkvæmi sín upp eða yfirgefið þau snemma.
Það kom vísindamönnunum einnig á óvart hversu vel beinin eru varðveitt.