Hver kannast ekki við að vera farin(n) að heiman þegar hugsanir byrja að sækja á um hvort útidyrunum hafi verið læst? Slökktum við ljósin inni á baðherbergi? Hvort slökkt hafi verið á eldavélinni? Eða stendur húsið í björtu báli?
Þetta getur valdið óróleika í fríinu sem á nú að vera tími afslöppunar. Það er auðvitað ekki oft sem fólk gleymir að slökkva á eldavélinni en til að draga úr áhyggjum af því þá bendir Lifehacker á að að sé einfaldast að taka mynd af eldavélinni þegar verið er að yfirgefa húsið. Þá er einfaldlega hægt að kíkja á myndina í símanum til að fullvissa sig um að ekki hafi verið kveikt á henni þegar húsið var yfirgefið.
Það er líka hægt að nota þetta ráð varðandi önnur heimilistæki sem fólk gæti haft áhyggjur af þegar farið er að heiman.