Philadelphia er því fyrsta stóra bandaríska borgin til að taka grímuskyldu upp þetta vorið. Ástæðan er að kórónuveirufaraldurinn er í sókn í borginni.
Washington Post segir að Jim Kenney, borgarstjóri, hafi sagt að borgin verði áfram opin og fólk geti haldið daglegu lífi sínu áfram, heimsótt ástvini sína og vinsæla staði en verði að nota grímur innanhúss á opinberum stöðum. Hann sagðist bjartsýnn á að þetta dugi til að hafa stjórn á faraldrinum.
Aðeins er rúmur mánuður síðan grímuskylda var afnumin í borginni.
Það er BA.2 afbrigðið sem er ráðandi í borginni en það er mjög smitandi.