fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Pressan

Rændi yfirmanni bólusetningamála í Sviss

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. apríl 2022 07:07

Svissneskur lögreglumaður við skyldustörf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 31. mars var 38 ára Þjóðverji eftirlýstur af lögreglunni í Sviss fyrir mannrán. Það var ekki fyrr en nú í vikunni sem það kom fram að hann hafði rænt Christoph Berger, yfirmanni bólusetningarmála í Sviss.

Berger segir að maðurinn hafi numið hann á brott og krafist verulegrar upphæðar í lausnargjald fyrir hann. Mannránið varði þó aðeins í um eina klukkustund því Berger fullvissaði manninn um að hann myndi greiða honum lausnargjaldið og var þá sleppt.

Í tilkynningu frá Berger segir að mannránið hafi aðeins snúist um peninga og að staða hans sem yfirmanns bólusetningarmála hafi ekki tengst því á neinn hátt.

Þýski miðillinn Watson segir að Þjóðverjinn hafi haft mikil tengsl við samsæriskenningasmiði.

Berger tilkynnti lögreglunni um málið og tókst henni að rekja slóð mannræningjans en hann hafði búið í Sviss árum saman. Á miðvikudag í síðustu viku umkringdi lögreglan heimili hans í Zürich. Þá kom til skotbardaga á milli hans og lögreglumanna. Maðurinn særðist illa og lést skömmu síðar af völdum áverka sinna. Í húsinu fann lögreglan 28 ára unnustu hans. Hún var látin er að var komið og telur lögreglan að maðurinn hafi drepið hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta snýst ekki um sentimetra fyrir okkur konurnar. Það gerir það bara fyrir karlana“

„Þetta snýst ekki um sentimetra fyrir okkur konurnar. Það gerir það bara fyrir karlana“
Pressan
Fyrir 4 dögum

10 ára gömul ráðgáta er aftur til skoðunar – Engin greiðsla ef ekkert finnst

10 ára gömul ráðgáta er aftur til skoðunar – Engin greiðsla ef ekkert finnst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin fundust myrt og sundurhlutuð – Minnisbókin afhjúpaði skelfilegan sannleikann

Hjónin fundust myrt og sundurhlutuð – Minnisbókin afhjúpaði skelfilegan sannleikann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hugsun þín er ekki hraðari en þráðlausa netið þitt

Hugsun þín er ekki hraðari en þráðlausa netið þitt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Læknir segir að þessar fæðutegundir bæti einbeitinguna og heilastarfsemina

Læknir segir að þessar fæðutegundir bæti einbeitinguna og heilastarfsemina