Í fréttatilkynningu frá heilbrigðisyfirvöldum segir að bæði heimsfaraldur kórónuveirunnar og stríðið í Úkraínu hafi sýnt að mikilvægt sé að vera undir allt búinn.
Greining almannavarna sýndi að þörf er á fleiri joðtöflum og því hafa tvær milljónir taflna verið keyptar. Þær verða geymdar á lager og verður dreift til áhættuhópa ef svo illa fer að geislavirk efni berist til Danmerkur í hættulegu magni.
Joðtöflur virka aðeins ef geislavirka efnið inniheldur geislavirkt joð og því á ekki að nota þær ef geislavirka efnið inniheldur ekki joð.