Chanel hætti starfsemi í Rússlandi fyrir rúmum mánuði. Ríkir Rússar, sem hafa skellt sér í verslunarferðir til Dubai eftir það, gátu þar til nýlega keypt sér töskur og annan lúxusvarning í verslunum Chanel þar í landi.
En nú er búið að loka fyrir þann möguleika. Margir Rússar hafa skýrt frá því á samfélagsmiðlum að Chanel hafi neitað að selja þeim vörur þegar starfsfólkið uppgötvaði að þeir voru Rússar. Mirror skýrir frá þessu.
Rússnesku auðkonurnar hafa því sakað Chanel um „Rússafóbíu“.
Talsmenn Chanel hafa staðfest að Rússum sé meinað að versla í verslunum fyrirtækisins í Dubai og segjast ekki geta annað en fylgt eftir refsiaðgerðum ESB sem kveða meðal annars á um að bannað sé að selja Rússum lúxusvarning.