fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Ríkir Rússar eru brjálaðir út í Chanel í Dubai

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 10. apríl 2022 19:30

Ríkir Rússar fá ekki að kaupa skó eða annað frá Chanel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkar rússneskar konur eru brjálaðar út í franska tískufyrirtækið Chanel. Ástæðan er að rússnesku konunum hefur verið vísað frá verslunum Chanel í Dubai.

Chanel hætti starfsemi í Rússlandi fyrir rúmum mánuði. Ríkir Rússar, sem hafa skellt sér í verslunarferðir til Dubai eftir það, gátu þar til nýlega keypt sér töskur og annan lúxusvarning í verslunum Chanel þar í landi.

En nú er búið að loka fyrir þann möguleika. Margir Rússar hafa skýrt frá því á samfélagsmiðlum að Chanel hafi neitað að selja þeim vörur þegar starfsfólkið uppgötvaði að þeir voru Rússar. Mirror skýrir frá þessu.

Rússnesku auðkonurnar hafa því sakað Chanel um „Rússafóbíu“.

Talsmenn Chanel hafa staðfest að Rússum sé meinað að versla í verslunum fyrirtækisins í Dubai og segjast ekki geta annað en fylgt eftir refsiaðgerðum ESB sem kveða meðal annars á um að bannað sé að selja Rússum lúxusvarning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést