En það stöðvaði ekki Craig Butfoy, sem hefur starfað hjá British Airways, í að ljúga til um starfsreynslu sína þegar hann sótti um vinnu hjá flugfélaginu.
Ladbible segir að hann hafi nú verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir brot á loftferðalögum og svik. Hann játaði brot sín. Hann var meðal annars sakfelldur fyrir að hafa skrifað á ferilskrá sína að hann væri með 1.610 klukkustunda reynslu sem flugstjóri í áætlunarflugi vitandi að svo væri ekki.
Hann skrifaði líka að hann væri með leyfi til að fljúga einkaflugvélum en það er ekki rétt. Hann skreytti sig einnig fleiri stolnum fjöðrum.
British Airways, sem hann starfaði hjá árum saman, segir að hann hafi aldrei stefnt farþegum í hættu. Ástæðan sé meðal annars að hann hafi verið með flugmannsréttindi og að alltaf séu tveir flugmenn í vélum félagsins.