fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Greiða 4 milljónir í húsaleigu á mánuði vegna öryggisgæslu sonar Joe Biden

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 9. apríl 2022 12:00

Hunter Biden. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hverjum mánuði greiðir Secret Service, sem sér um öryggisgæslu Bandaríkjaforseta og fjölskyldu hans, sem nemur tæpum 4 milljónum íslenskra króna í leigu fyrir hús eitt nærri heimili Hunter Biden, sonar Joe Biden.

Í húsinu eru meðal annars sex svefnherbergi, sex baðherbergi, innbyggt grill og sundlaug. ABC News skýrir frá þessu og hefur eftir Don Mihalek, fyrrum starfsmanni Secret Service, að þegar einhver njóti verndar Secret Service þá þurfi venjulega að finna hús nærri heimili viðkomandi og leigja það á markaðsverði. Húsið er ætlað þeim sem sinna gæslunni hverju sinni.

Hunter Biden býr í Malibu, nærri Los Angeles, sem er auðmannshverfi og húsaleigan því ekki í lægri kantinum. Hann greiðir sjálfur „aðeins“ sem nemur um 2,6 milljónum íslenskra króna í leigu fyrir húsið sitt.

Samkvæmt bandarískum lögum eiga forseti landsins og nánasta fjölskylda hans rétt á að njóta verndar Secret Service.

Öðru hvoru rata fréttir af kostnaðinum við þessa gæslu í fréttir og blöskrar mörgum hversu mikið hún kostar. Á fyrsta ári Donald Trump í Hvíta húsinu þurfti Secret Service að biðja um aukafjárframlög upp á sem nemur tæpum 8 milljörðum íslenskra króna til að geta staðið undir kostnaði við öryggisgæslu forsetans og fjölskyldu hans. Tæplega helmingurinn af peningunum fór í gæslu við Trump Tower í New York.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést