Nú eru rúmlega tvö ár síðan heimsfaraldurinn skall á. Allt þar til nýlega voru aðeins þrjú sjúkdómseinkenni á lista NHS yfir einkenni COVID-19-smits. En í byrjun mánaðarins var níu einkennum bætt á listann að sögn The Mirror.
Fram að því voru það hár hiti, stöðugur hósti og missir á bragð- og/eða þefskyni. Þessi einkenni voru sett á listann í upphafi faraldursins.
Þau einkenni sem bættust við listann núna eru:
Mæði
Þreyta eða örmögnun
Verkir víða um líkamann
Höfuðverkur
Hálssærindi
Stíflað nef eða nefrennsli
Niðurgangur
Lystarleysi
Að finnast maður vera veikur eða vera veikur
Ástæðan fyrir þessari viðbót er að með nýjum afbrigðum af kórónuveirunni hafa sjúkdómseinkennin breyst.