fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Læknir útskýrir af hverju sumir hafa ekki smitast af kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. apríl 2022 06:58

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa mjög margir smitast af henni en einnig eru mjög margir sem hafa ekki smitast af henni. Það eru aðallega fjórar ástæður fyrir því að sumir hafa ekki smitast að mati læknis og má segja að fjórða atriðið sé mjög athyglisvert.

Cliona O‘Farrelly, prófessor í ónæmisfræði og lífefnafræði við Trinity College í Dublin, sló því nýlega föstu í útvarpsþættinum „Claire Byrne Live“ að aðallega séu fjórar ástæður fyrir að sumir hafa sloppið við að smitast af hinni bráðsmitandi kórónuveiru.

Hún sagði að fyrst og fremst sé um það að ræða að viðkomandi hafi einfaldlega farið mjög varlega og þannig náð að forðast smit eða einfaldlega bara verið heppin(n).

Þess utan getur verið að sumir séu bara með svo ótrúlega gott ónæmiskerfi eða búi við svo gott félagslegt hagkerfi að þeir hafi sloppið við smit.

En hún sagði einnig geti verið að sumir séu með meðfætt ónæmisviðbragð sem geri að verkum að viðkomandi séu ónæmir fyrir kórónuveirunni. Vísindamenn eru einmitt að rannsaka þetta þessa dagana.

Hún sagðist telja þessi fjögur atriði skipta mjög miklu máli, það er að segja það að búa við gott félagslegt hagkerfi, almennt heilsufar, hvernig fólk hegðar sér og þetta meðfædda ónæmi.

O‘Farrelly og fleiri vísindamenn við Trinity College rannsökuðu  lifrarbólgu C og komust að því að sumir þátttakendur í rannsókn þeirra voru með meðfætt ónæmi fyrir sjúkdómnum. Þetta „ónæmi“ gerði árás um leið og lifrarbólguveiran reyndi að sýkja líkamann. Telur hópurinn að sumt fólk sé með samskonar ónæmi fyrir kórónuveirunni. Til að rannsaka þessa kenningu er hópurinn nú að rannsaka fólk frá 40 löndum. Allt hefur þetta fólk verið í nánum samskiptum við kórónusmitað fólk en smitaðist ekki sjálft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Í gær

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn