fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Pressan

„Við erum að nálgast hættulegasta tímapunkt mannkynssögunnar“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 7. apríl 2022 21:00

Noam Chomsky - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum að nálgast hættulegasta tímapunkt mannkynssögunnar,“ segir bandaríski rithöfundurinn og samfélagsrýnirinn Noam Chomsky í viðtali við The New Statesman. „Við stöndum frammi fyrir möguleikanum á algjörri útrýmingu mannkyns hér á jörðu.“

Ástæðuna fyrir þessari svartsýni Chomsky má meðal annars rekja til aukinnar hættu á notkun kjarnavopna vegna stríðsins í Úkraínu. „Við gætum verið að fara í kjarnorkustríð ef við náum ekki að nýta möguleikana sem standa til boða fyrir samningaviðræður,“ segir hann.

Einnig hefur Chomsky miklar áhyggjur af loftlagsbreytingum. „Við erum að nálgast óafturkræf tímamót og við getum ekki komið í veg fyrir það mikið lengur. Það þýðir ekki að allir séu að fara að deyja en það þýðir að við erum að fara inn í framtíð þar sem þeir heppnu verða þeir sem deyja fljótt.“

Í viðtalinu talar Chomsky einnig um Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, en hann stefnir á að verða forseti að nýju. Chomsky hefur áhyggjur af því og ber ræður Trump saman við ræður sem hann heyrði í útvarpinu þegar hann var ungur að aldri.

„Ég man eftir því að hafa hlustað á ræður Hitlers í útvarpinu. Ég skildi ekki orðin, ég var sex ára gamall. En ég skildi hvað var í gangi og það var ógnvekjandi. Ég get ekki gert annað en að hugsa um það þegar ég horfi á samkomurnar sem Trump heldur núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hvarf leikkonu úr Gossip Girl – Ekkert spurst til hennar í tvær vikur

Dularfullt hvarf leikkonu úr Gossip Girl – Ekkert spurst til hennar í tvær vikur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingur í Frakklandi: Þrjú börn fundust látin

Hryllingur í Frakklandi: Þrjú börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var talinn hafa látist í skelfilegu slysi í ágúst – Rannsókn á tölvunni hans leiddi annað í ljós

Var talinn hafa látist í skelfilegu slysi í ágúst – Rannsókn á tölvunni hans leiddi annað í ljós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil leit að manni sem myrti munk og særði þrjá presta í spænsku klaustri

Mikil leit að manni sem myrti munk og særði þrjá presta í spænsku klaustri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morgan var rænt 6 ára – Fjölskyldan beið 30 ár eftir svörum en enginn verður ákærður

Morgan var rænt 6 ára – Fjölskyldan beið 30 ár eftir svörum en enginn verður ákærður