Heilbrigðisyfirvöld í Washington D.C. skýrðu frá þessu í gær og segjast vera að setja sig í samband við alla þá sem refurinn beit. Meðan fórnarlamba hans var Ami Bera þingmaður Demókrata í fulltrúadeildinni. Hann fékk fyrirbyggjandi meðferð við hundaæði og stífkrampa eftir bitið. Refurinn beit einnig fréttamann í ökklann.
AFP segir að að meðaltali greinist þrjár manneskjur með hundaæði í Bandaríkjunum árlega. Algengast er að fólk smitist af veirunni ef það er bitið. Frá 2009 til 2019 greindust 25 manns með hundaæði í Bandaríkjunum. Flestir höfðu smitast af leðurblökum. Af þessum 25 létust 23 af völdum sjúkdómsins. Ekkert af smitunum var rakið til refa.