Það verður hægt að refsa þeim sem framkvæma þungunarrof með allt að tíu ára fangelsi og sekt upp á 100.000 dollara.
Repúblikanar fara með völd í ríkinu og það var meirihluti þeirra á ríkisþinginu sem samþykkti lögin. Nú þarf ríkisstjórinn, Kevin Stitt, að staðfesta þau en hann er einnig Repúblikani og hefur ekki farið leynt með andúð sína á þungunarrofi. ABC News segir að Stitt hafi sagt að hann muni staðfesta öll lög, sem þrengja heimildir til þungunarrofs, sem koma inn á hans borð.
Lögin munu væntanlega taka gildi í sumar nema dómstólar komi í veg fyrir það.
„Þessi skaðlegu lög eru ógnvekjandi áminning um að dagar með aðgengi að öruggu og löglegu þungunarrofi heyra sögunni til sagði Tamya Cox-Toure, framkvæmdastjóri American Civil Liberties Union of Oklahoma en samtökin berjast meðal annars fyrir frjálsu aðgengi kvenna að þungunarrofi.