fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Pressan

Ísraelsk kona dæmd til dauða í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. apríl 2022 22:00

Dubai er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fidaa Kiwan, 43 ára ísraelsk kona, var nýlega dæmd til dauða í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hún var handtekin í mars 2021, nokkrum dögum eftir að hún kom til landsins. Við leit í íbúð hennar fann lögreglan hálft kíló af kókaíni.

Sky News skýrir frá þessu og segir að Kiwan haldi því fram að hún hafi ekki átt kókaínið. Lögmenn hennar eru nú að undirbúa áfrýjun dómsins.

Ísraelska utanríkisráðuneytið segist vera að vinna í málinu. Samskipti Ísraels og Furstadæmanna hafa verið ágæt á síðustu árum eftir að þau undirrituðu samning um bætt samskipti og eðlileg samskipti ríkjanna. Í kjölfarið byrjuðu Ísraelsmenn að ferðast til Furstadæmanna og Furstadæmin ætla að fjárfesta fyrir milljarða dollara í Ísrael.

Naftali Bennet, forsætisráðherra, fór í desember í opinbera heimsókn til Abu Dhabi og varð þar með fyrsti ísraelski forsætisráðherrann til að heimsækja landið. Forseti Ísraels fór einnig í opinbera heimsókn þangað nýlega.

Mjög hart er tekið á brotum gegn fíkniefnalöggjöfinni í Furstadæmunum og dauðadómar eru algengir. Þeim er oft breytt í langa fangelsisdóma þegar áfrýjunardómstólar taka málin fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta snýst ekki um sentimetra fyrir okkur konurnar. Það gerir það bara fyrir karlana“

„Þetta snýst ekki um sentimetra fyrir okkur konurnar. Það gerir það bara fyrir karlana“
Pressan
Fyrir 4 dögum

10 ára gömul ráðgáta er aftur til skoðunar – Engin greiðsla ef ekkert finnst

10 ára gömul ráðgáta er aftur til skoðunar – Engin greiðsla ef ekkert finnst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin fundust myrt og sundurhlutuð – Minnisbókin afhjúpaði skelfilegan sannleikann

Hjónin fundust myrt og sundurhlutuð – Minnisbókin afhjúpaði skelfilegan sannleikann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hugsun þín er ekki hraðari en þráðlausa netið þitt

Hugsun þín er ekki hraðari en þráðlausa netið þitt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Læknir segir að þessar fæðutegundir bæti einbeitinguna og heilastarfsemina

Læknir segir að þessar fæðutegundir bæti einbeitinguna og heilastarfsemina