Sky News skýrir frá þessu og segir að Kiwan haldi því fram að hún hafi ekki átt kókaínið. Lögmenn hennar eru nú að undirbúa áfrýjun dómsins.
Ísraelska utanríkisráðuneytið segist vera að vinna í málinu. Samskipti Ísraels og Furstadæmanna hafa verið ágæt á síðustu árum eftir að þau undirrituðu samning um bætt samskipti og eðlileg samskipti ríkjanna. Í kjölfarið byrjuðu Ísraelsmenn að ferðast til Furstadæmanna og Furstadæmin ætla að fjárfesta fyrir milljarða dollara í Ísrael.
Naftali Bennet, forsætisráðherra, fór í desember í opinbera heimsókn til Abu Dhabi og varð þar með fyrsti ísraelski forsætisráðherrann til að heimsækja landið. Forseti Ísraels fór einnig í opinbera heimsókn þangað nýlega.
Mjög hart er tekið á brotum gegn fíkniefnalöggjöfinni í Furstadæmunum og dauðadómar eru algengir. Þeim er oft breytt í langa fangelsisdóma þegar áfrýjunardómstólar taka málin fyrir.