Árásin var svo grimmdarleg að Waltman endaði ofan í skurði. Þar sá vegfarandi til hennar og voru hundarnir þá enn að bíta hana í fætur, handleggi, háls og höfuð. Hann hringdi strax í lögregluna en þegar þarna var komið var útlitið allt annað en gott fyrir Waltman. Þetta hefur People eftir Shenna Green, systur Waltman.
Hún sagði að Waltman hafi verið flutt með þyrlu á sjúkrahús því áverkar hennar voru lífshættulegir. Læknar áttu engan annan kost en að taka báða handleggina af henni og útiloka ekki að taka þurfi annan fótinn af henni.
Green sagði að læknarnir segi að þeir fylgist vel með vinstri fæti Waltman því töluvert sé af dauðum vef í honum. Staðan sé verri en þeir töldu í fyrstu.
Fjölskylda Waltman hefur hrundið söfnun af stað á GoFunMe til að aðstoða hana við að greiða fyrir læknisaðstoðina. Þegar þetta er skrifað hafa sem nemur tæpum 20 milljónum íslenskra króna safnast.
Waltman er haldið sofandi.
Hundarnir eru í vörslu yfirvalda og eigandi þeirra á fjölda ákæra yfir höfði sér.