fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Pressan

Nýtt sýklalyf gæti gert út af við ofurbakteríur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 3. apríl 2022 12:00

Sveppasýkingar geta verið mjög slæmar og slæmt ef ekki er hægt að nota sýklalyf gegn þeim.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilraunir vísindamanna með nýtt sýklalyf lofa góðu. Lyfið virðist geta unnið á ofurbakteríum, það er að segja bakteríum sem eru ónæmar fyrir þeim sýklalyfjum sem nú eru notuð. Í tilraunum tókst vísindamönnum að láta nýja lyfið eyða MRSA sem er ónæm fyrir fjölda sýklalyfja. Tilraunirnar voru gerðar á músum. Vonast er til að þetta greiði leiðina fyrir notkun sýklalyfsins á mönnum.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að það séu breskir vísindamenn sem hafa unnið að nýrri útgáfu teixobactin sameindarinnar en talið er að hún geti drepið bakteríur án þess að skemma vefi spendýra. Niðurstöður tilrauna benda að minnsta kosti til þess.

Við tilraunir á músum gerði lyfið út af við MRSA, sem er þekkt ofurbaktería sem er ónæm fyrir fjölda mikið notaðra sýklalyfja.

Sky News segir að Teixobatctin hafi fyrst verið nefnt sem „byltingarkennt“ sýklalyf 2015 en í nýju rannsókninni hafi verið búin til ný „gervi“ útgáfa af lyfinu. Hægt er að geyma þessa „gervi“ útgáfu við stofuhita en það auðveldar notkun lyfsins til mikilla muna. Í nýju útgáfu lyfsins er búið að skipta ákveðnum amínósýrum út með ódýrari efnum. Með þessu segja vísindamenn að tekist hafi að lækka hráefniskostnaðinn mjög mikið.

Árið 2019 létust rúmlega 1,2 milljónir manna af völdum ónæmra baktería. Þetta kemur fram í rannsókn sem var birt í vísindaritinu The Lancet í janúar 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Costco vegna Pokemon-spjalda

Uppnám í Costco vegna Pokemon-spjalda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotárás á skóla í Nashville í gær – Gerandinn talinn hægri öfgamaður með dálæti á nýnasistum

Skotárás á skóla í Nashville í gær – Gerandinn talinn hægri öfgamaður með dálæti á nýnasistum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hvarf tvíburasystra – Lögreglan birtir síðustu skilaboð þeirra

Dularfullt hvarf tvíburasystra – Lögreglan birtir síðustu skilaboð þeirra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áætlanir um að láta skólabörn lesa biblíuna og læra latínu sagðar vera afturför

Áætlanir um að láta skólabörn lesa biblíuna og læra latínu sagðar vera afturför
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að endurnýja ökuskírteinið og komst að því að hún væri látin

Ætlaði að endurnýja ökuskírteinið og komst að því að hún væri látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk skefur ekki utan af því – „Þetta verða endalok Evrópu“

Musk skefur ekki utan af því – „Þetta verða endalok Evrópu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænskur listamaður fær ósk sína um lítið hús á tunglinu uppfyllta

Sænskur listamaður fær ósk sína um lítið hús á tunglinu uppfyllta