fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Pressan

Einn vinsælasti ferðamannastaður heims hefur verið með rangt nafn í 100 ár

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 3. apríl 2022 16:45

Machu Picchu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árlega flykkist fjöldi ferðamanna til Machu Picchu í Andesfjöllunum í Perú en þetta er heimsþekktur Inkabær. En nú hafa vísindamenn komist að því að líklega hefur bærinn gengið undir röngu nafni síðustu 100 árin, eða síðan hann fannst á nýjan leik.

The Guardian skýrir frá þessu og vísar í vísindagrein, sem Donato Amado Gonzales, perúskur sagnfræðingur, og Brian S. Bauer hjá University of Illinois í Chicago, skrifuðu. Í greininni segja þeir að þeir hafi leitað að nafni bæjarins í mörgum skjölum, þar á meðal á kortum frá nítjándu öld, skjölum frá sautjándu öld og minnisblöðum Hiram Bingham, sem er talinn hafa fundið bæinn á nýjan leik. Þeir segja að hvergi sé talað um Machu Picchu.

The Guardian hefur eftir Bauer að þeir hafi einnig skoðað mörg kort, sem voru gerð fyrir tíma Bingham, í leit að réttu nafni bæjarins. Þá hafi þeir komist að því að Machu Picchu hafi líklegast heitið Picchu og enn líklegra sé að hann hafi heitið Huaya Picchu. Hann vísar þar meðal annars í atlas frá 1904 þar sem bærinn er nefndur Huaya Picchu.

Bærinn hefur verið mikið aðdráttarafl fyrir vísindamenn allt frá því að hann fannst. Í ágúst á síðasta ári komst hópur bandarískra vísindamanna að þeirri niðurstöðu að hann sé líklega 30 árum eldri en áður var talið. Talið var að hann hafi verið reistur 1450 en við rannsókn á nokkrum beinagrindum, sem Bingham fann þegar hann fann bæinn á nýjan leik, kom í ljós að þær voru frá því um 1420.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hvarf leikkonu úr Gossip Girl – Ekkert spurst til hennar í tvær vikur

Dularfullt hvarf leikkonu úr Gossip Girl – Ekkert spurst til hennar í tvær vikur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingur í Frakklandi: Þrjú börn fundust látin

Hryllingur í Frakklandi: Þrjú börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var talinn hafa látist í skelfilegu slysi í ágúst – Rannsókn á tölvunni hans leiddi annað í ljós

Var talinn hafa látist í skelfilegu slysi í ágúst – Rannsókn á tölvunni hans leiddi annað í ljós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil leit að manni sem myrti munk og særði þrjá presta í spænsku klaustri

Mikil leit að manni sem myrti munk og særði þrjá presta í spænsku klaustri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morgan var rænt 6 ára – Fjölskyldan beið 30 ár eftir svörum en enginn verður ákærður

Morgan var rænt 6 ára – Fjölskyldan beið 30 ár eftir svörum en enginn verður ákærður