fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Pressan

Trump biður Pútín um aðstoð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 31. mars 2022 14:00

Pútín og Trump á göngu fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Vladímír Pútín sé ekki efstur á vinsældalista Vesturlanda þessa dagana vegna stríðsreksturs hans í Úkraínu. En það kemur ekki í veg fyrir að Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, biðji hann um aðstoð.

Í samtali við Just The News hvatti Trump Pútín til að afhenda gögn um Hunter Biden, son Joe Biden Bandaríkjaforseta. Trump segir að Hunter hafi átt í viðskiptum í Rússlandi upp á milljónir dollara. CNN skýrir frá þessu.

Trump heldur því fram að Hunter Biden hafi stundað ólögleg viðskipti með Yelena Nikolayevna Baturina, kaupsýslukonu, sem var gift Yury Luzhkov fyrrum borgarstjóra Moskvu sem lést 2019.

„Hún lét hann fá 3,5 milljónir dollara og ég held að Pútín viti af hverju. Ég tel að hann eigi að leggja sannanirnar fram. Við ættum öll að fá að vita sannleikann,“ sagði Trump.

Ekkert hefur komið fram sem sannar að Hunter Biden hafi gert eitthvað af sér og hann hefur neitað öllum ásökunum um slíkt. Hann hefur sakað Trump um að dreifa lygum um sig. Í október 2020 sagði Pútín að hann vissi ekki neitt um ólögleg tengsl eða viðskipti Hunter og Baturina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hvarf leikkonu úr Gossip Girl – Ekkert spurst til hennar í tvær vikur

Dularfullt hvarf leikkonu úr Gossip Girl – Ekkert spurst til hennar í tvær vikur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingur í Frakklandi: Þrjú börn fundust látin

Hryllingur í Frakklandi: Þrjú börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var talinn hafa látist í skelfilegu slysi í ágúst – Rannsókn á tölvunni hans leiddi annað í ljós

Var talinn hafa látist í skelfilegu slysi í ágúst – Rannsókn á tölvunni hans leiddi annað í ljós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil leit að manni sem myrti munk og særði þrjá presta í spænsku klaustri

Mikil leit að manni sem myrti munk og særði þrjá presta í spænsku klaustri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morgan var rænt 6 ára – Fjölskyldan beið 30 ár eftir svörum en enginn verður ákærður

Morgan var rænt 6 ára – Fjölskyldan beið 30 ár eftir svörum en enginn verður ákærður