Þetta sagði Carrey í samtali við Gayle King í CBS Mornings sjónvarpsþættinum að sögn The Hill.
Eins og kunnugt er löðrungaði Smith grínistann Chris Rock eftir að hann hafði gert grín að hárleysi eiginkonu Smith. King sagði í þættinum að ef einhver annar hefði gert eitthvað þessu líkt hefði viðkomandi verið leiddur á brott og jafnvel handtekinn. Carrey var þessu sammála og sagði: „Það hefði átt að gera það.“
Lögreglan í Los Angeles segir að Chris Rock hafi tilkynnt henni að hann muni ekki kæra Smith.
Carey sagði að Rock vilji ekki standa í þeim erfiðleikum sem fylgja því að kæra: „Um morguninn hefði ég tilkynnt að ég myndi stefna Will og krefjast 200 milljóna dollara því myndbandið (af löðrungnum, innsk. blaðamanns) verður alltaf til staðar. Það verður alltaf nálægt og þessi móðgun mun lifa lengi.“
Will Smith baðst afsökunar á framkomu sinni á mánudaginn en þann sama daga tilkynntu skipuleggjendur Óskarsverðlaunahátíðarinnar að þeir hafi hafið formlega rannsókn á málinu.