Sky News hefur eftir Rocca að úkraínski Rauði krossinn hafi náð til 400.000 Úkraínubúa frá því að stríðið hófst og hafi getað látið þeim matvæli, bedda, teppi, tjöld og vatn í té.
Hann ræddi við fréttamenn í Genf og sagði að stríðið hafi áhrif á alla þá sem eru í Úkraínu.
Á sama fréttamannafundi sagði Jarno Habicht, hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO, að 74 árásir hafi verið gerðar á heilbrigðisstofnanir í Úkraínu og hafi 72 látist í þeim.