Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að maðurinn hafi síðan eytt færslunni og sagt kóreskum fjölmiðlum að þetta hafi verið „myndlíking“. Áður en hann eyddi færslunni hafði hann verið harðlega gagnrýndur af mörgum.
Í samtali við fréttamiðilinn Daily sagði hann að færsla hans hefði átt að vera „myndlíking“ og að hún hefði verið misskilin: „Hún leggur áherslu á hversu erfitt það er fyrir alla að forðast veiruna þegar staðan er þannig að mikið er um staðfest smit á svæðinu.“