fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Lýsa yfir neyðarástandi vegna morðöldu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. mars 2022 06:59

Hermenn við gæslu á götu úti í San Salvador. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingið í El Salvador samþykkti á sunnudaginn að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna mikillar morðöldu. Það eru glæpagengin Barrio 18 og MS-13 sem bera ábyrgð á morðöldunni. Á laugardaginn var lögreglunni í landinu tilkynnt um 62 morð.

Með neyðarlögunum er stjórnarskrárvarinn réttur fólks til félagsstarfsemi gerður óvirkur í 30 daga og það sama á við um rétt fólks til að fá skipaðan verjanda á kostnað ríkisins þegar það er sakað um glæp. Markmiðið er að auðvelda yfirvöldum að takast á við glæpagengin. Lögreglunni verður einnig heimilað að hlera símtöl og halda grunuðum lengur í varðhaldi án þess að færa þá fyrir dómara til að krefjast gæsluvarðhalds.

Skipulögð glæpasamtök hafa lengi starfað í El Salvador og hafa barist við öryggissveitir og innbyrðis um yfirráð á ákveðnum svæðum og yfirráð yfir flutningsleiðum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaðurinn í Ivins – „Myrkrið varð að ljósi og rétt varð rangt“

Óhugnaðurinn í Ivins – „Myrkrið varð að ljósi og rétt varð rangt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét vin sinn grafa eigin gröf eftir að hafa séð hrottalegt myndband                    

Lét vin sinn grafa eigin gröf eftir að hafa séð hrottalegt myndband