Með neyðarlögunum er stjórnarskrárvarinn réttur fólks til félagsstarfsemi gerður óvirkur í 30 daga og það sama á við um rétt fólks til að fá skipaðan verjanda á kostnað ríkisins þegar það er sakað um glæp. Markmiðið er að auðvelda yfirvöldum að takast á við glæpagengin. Lögreglunni verður einnig heimilað að hlera símtöl og halda grunuðum lengur í varðhaldi án þess að færa þá fyrir dómara til að krefjast gæsluvarðhalds.
Skipulögð glæpasamtök hafa lengi starfað í El Salvador og hafa barist við öryggissveitir og innbyrðis um yfirráð á ákveðnum svæðum og yfirráð yfir flutningsleiðum fíkniefna.