Hún er sögð eiga sér milljónir fylgjenda um allan heim sem trúa á spádómsgáfu hennar og að hún hafi getað átt samskipti við geimverur.
Baba Vang er sögð hafa séð margar náttúruhamfarir fyrir og hafi varað við deilum og stríðsátökum áður en nokkur annar sá þá atburði fyrir. Hún lést á miðjum tíunda áratugnum, 85 ára að aldri.
Nú telja sumir að hún hafi spáð fyrir um að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, og Rússland muni verða ráðandi afl í heiminum. Þetta er byggt á ummælum hennar á fundi með rithöfundinum Valentin Sidorov 1979. Birmingham Live segir að þar hafi Baba Vang sagt: „Allt mun bráðna, eins og um ís væri að ræða, aðeins einn verður ósnortinn – vegsemd Vladímírs, vegsemd Rússlands.“ Hún er einnig sögð hafa sagt að ekkert geti stöðvað Rússland: „Hún (Rússland, innsk. blaðamanns) mun ryðja öllu úr vegi sínum og verða leiðtogi heimsins.“
Daily Post segir að Baba Vanga hafi sagt að Rússland verði eina stórveldi heimsins. Hún er einnig sögð hafa spáð fyrir um notkun kjarnorkuvopna og þriðju heimsstyrjöldina.