fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Blinda spákonan Baba Vanga er sögð hafa spáð fyrir um að Pútín verði „Leiðtogi heimsins“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. mars 2022 07:00

Baba Vanga hefur verið kölluð Nostradamus Balkan-landanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin blinda búlgarska spákona Baba Vanga spáði að margra mati rétt fyrir um margt á ævi sinni og segja hinir sömu að spádómar hennar séu enn að rætast. Hún kom með mörg hundruð spádóma á þeirri hálfu öld sem hún leyfði öðrum að njóta spádómsgáfu sinnar.

Hún er sögð eiga sér milljónir fylgjenda um allan heim sem trúa á spádómsgáfu hennar og að hún hafi getað átt samskipti við geimverur.

Baba Vang er sögð hafa séð margar náttúruhamfarir fyrir og hafi varað við deilum og stríðsátökum áður en nokkur annar sá þá atburði fyrir. Hún lést á miðjum tíunda áratugnum, 85 ára að aldri.

Nú telja sumir að hún hafi spáð fyrir um að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, og Rússland muni verða ráðandi afl í heiminum. Þetta er byggt á ummælum hennar á fundi með rithöfundinum Valentin Sidorov 1979. Birmingham Live segir að þar hafi Baba Vang sagt: „Allt mun bráðna, eins og um ís væri að ræða, aðeins einn verður ósnortinn – vegsemd Vladímírs, vegsemd Rússlands.“ Hún er einnig sögð hafa sagt að ekkert geti stöðvað Rússland: „Hún (Rússland, innsk. blaðamanns) mun ryðja öllu úr vegi sínum  og verða leiðtogi heimsins.“

Daily Post segir að Baba Vanga hafi sagt að Rússland verði eina stórveldi heimsins. Hún er einnig sögð hafa spáð fyrir um notkun kjarnorkuvopna og þriðju heimsstyrjöldina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaðurinn í Ivins – „Myrkrið varð að ljósi og rétt varð rangt“

Óhugnaðurinn í Ivins – „Myrkrið varð að ljósi og rétt varð rangt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét vin sinn grafa eigin gröf eftir að hafa séð hrottalegt myndband                    

Lét vin sinn grafa eigin gröf eftir að hafa séð hrottalegt myndband