Hitametið sem um ræðir var sett á rannsóknarstöðinni Concordia sem er í þriggja kílómetra hæð yfir sjávarmáli. Þar mældist frostið aðeins 12,2 gráður föstudaginn 18. mars að sögn frönsku veðurstofunnar Meteo-France. Dagbladet skýrir frá þessu.
Jarðeðlisfræðingurinn Jonathan Willie segir að fyrra metið hafi verið 13,7 mínusgráður og því var metið slegið um 1,5 gráður.
Á Annari rannsóknarstöð á Suðurskautslandinu, Dumont d‘Urville, er hitastigið á þessum árstíma venjulega undir frostmarki. En fyrr í mánuðinum mældist 4,9 gráðu hiti þar.
Willie segir hitametið vera „einstakt“ og í samtali við Washington Post sagði hann það hafa gjörbylt þeim væntingum sem vísindamenn hafa til loftslagskerfanna á Suðurskautslandinu. Battista tekur undir þessa skoðun hans en hann skrifaði á Twitter að þessi hitamet hefðu verið talin „óhugsandi“ og „útilokuð“ fyrir ekki svo löngu síðan.
Willie líkti þessu við hitabylgjuna í Kanada og norðvestanverðum Bandaríkjunum á síðasta ári. Þá skall öflug hitabylgja á þessum svæðum. Vísindamenn sögðu þá að hún hefði aldrei getað orðið svona öflug nema vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum.