fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Pressan

Telur að Pútín sé heilaþveginn af nýnasistamýtu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. mars 2022 14:00

Arftaki Pútíns gæti verið enn herskárri en hann. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Þjóðverjar réðust inn í Úkraínu 1941 héldu þarlendir þjóðernissinnar að nasistar myndu hjálpa þeim við að koma eigin ríki, Úkraínu, á laggirnar en landið var þá hluti af Sovétríkjunum. Þann 30. júní 1941 lýsti Stepan Bandera, sem var leiðtogi andspyrnuhreyfingarinnar í Úkraínu, yfir sjálfstæði Úkraínu. Hann var þá í Lviv sem var á valdi Þjóðverja. Óhætt er að segja að sjálfstæðisyfirlýsingin hafi fallið í grýtta jörð.

Hitler varð öskureiður og lét handtaka Bandera og setja í útrýmingarbúðir. Bandera hafði barist með andspyrnuhreyfingunni gegn Pólverjum og Sovétmönnum.

Á meðan Bandera var í útrýmingarbúðunum börðust félagar hans í OUN hreyfingunni áfram fyrir sjálfstæði Úkraínu og stundum áttu þeir í samstarfi við nasista. Aðalandstæðingar þeirra voru Rússar sem hertóku Úkraínu 1918. Undir forystu Bandera hélt baráttan fyrir sjálfstæði Úkraínu áfram eftir að Þýskaland gafst upp fyrir herjum bandamanna. Jósef Stalín, leiðtoga, Sovétríkjanna fannst mikil ógn stafa af þessu.

Sovéska áróðursvélin beitti sér af krafti gegn Bandera og félögum hans og var sú mynd dregin upp af þeim að þeir væru eitt það versta sem til væri. Nasistar, en enn verri en þýsku nasistarnir. Bannað var að nefna nafn Stepan Bandera að sagði Jaroslav Hrytsak, sagnfræðiprófessor, í samtali við TV2.

 

Stepan Bandera. Mynd:Wikimedia Commons

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Margar kynslóðir rússneskra skólabarna lærðu mýtuna um hinn vonda Bandera og félaga hans og hún er enn notuð, ekki síst af Vladímír nokkrum Pútín sem er forseti Rússlands og maðurinn á bak við innrás Rússa í Úkraínu. Hann hefur margoft vísað til Bandera í ræðum sínum þrátt fyrir að hann hafi látist fyrir nokkrum áratugum og hreyfing hans hafi verið leyst upp fyrir nokkrum áratugum.

Pútín hefur sagt að ríkisstjórnin í Kyiv samanstandi af nýnasistum og eiturlyfjasjúklingum. Þessi orð hans fengu marga Úkraínubúa til að brosa því Zelenskyy forseti er gyðingur.

„Þetta er algjörlega staðlaus fullyrðing. En Pútín er sama um skynsemi. Hann selur enn góða gamla áróðurinn. Bandera var að sögn nasisti og þar með er Zelenskyy nasisti. Rússar kaupa þetta,“ sagði Hrytsak.

Hann sagði að engum af forverum Pútín í Kreml hafi tekist að kæfa sjálfstæðisdrauma Úkraínubúa og því hafi það verkefni orðið eins og þráhyggja fyrir Pútín. Hann telur að markmið Pútíns sé mun stærra en bara að leggja Úkraínu undir sig: „Þetta snýst ekki bara um Úkraínu heldur Eystrasaltsríkin einnig. Og Moldóvu. En fyrst og fremst Vestur-Úkraínu. Hann vill að landamærin verði eins og þau voru á tímum rússneska keisaradæmisins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotárás á skóla í Nashville í gær – Gerandinn talinn hægri öfgamaður með dálæti á nýnasistum

Skotárás á skóla í Nashville í gær – Gerandinn talinn hægri öfgamaður með dálæti á nýnasistum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Grínistinn minnist mótleikara síns með hlýju – „Hún var mjög góð stelpa“

Grínistinn minnist mótleikara síns með hlýju – „Hún var mjög góð stelpa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áætlanir um að láta skólabörn lesa biblíuna og læra latínu sagðar vera afturför

Áætlanir um að láta skólabörn lesa biblíuna og læra latínu sagðar vera afturför
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skelfing í afskekktu héraði – 17 látnir af völdum dularfullra veikinda

Skelfing í afskekktu héraði – 17 látnir af völdum dularfullra veikinda
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk svarar fyrir „nasistakveðjuna“

Elon Musk svarar fyrir „nasistakveðjuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænskur listamaður fær ósk sína um lítið hús á tunglinu uppfyllta

Sænskur listamaður fær ósk sína um lítið hús á tunglinu uppfyllta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum