Niðurstöðurnar geta orðið til þess að leysa úr deilum um áhrif blunda á hugarstarfsemi eldra fólks.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að ef blundirnir lengjast með tímanum þá tengist það auknum líkum á að fólk þrói með sér mild elliglöp eða Alzheimerssjúkdóminn. Vísindamennirnir, sem gerðu rannsóknina, telja líklegra að lengd blundanna sé frekar snemmbúið viðvörunarmerki en orsök fyrir andlegri hnignun.
Dr Yue Leng, lektor í sálfræði við Kaliforníuháskóla, sagði að þegar blundar lengist þá geti það verið merki um að öldrunarferlið sé að verða hraðara en áður: „Aðalniðurstaðan er að ef þú varst ekki vanur að fá þér blund og tekur eftir því að þú verður sífellt syfjaðri að degi til, þá getur það verið merki um hnignandi hugvitsstarfsemi.“
Fylgst var með rúmlega 1.000 manns í nokkur ár. Meðalaldur þátttakendanna var 81 ár.