fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Pressan

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. mars 2022 14:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir geta endað í hættulegum ástarsamböndum. Þetta segir Jane Monckton-Smith sem er prófessor við háskólann í Gloucestershire. Hún hefur rannsakað morð í ástarsamböndum síðustu 20 árin og hefur kortlagt 372 slík morð á Englandi.

Hvað er það sem verður til þess að fólk verður maka sínum að bana? Það er spurningin sem Monckton-Smith hefur reynt að finna svarið við. Danska ríkisútvarpið (DR) fjallaði nýlega um málið en morð í ástarsamböndum/hjónaböndum eru nokkuð algeng í Danmörku. 9 af hverjum 10 fórnarlömbum í slíkum morðum þar í landi eru konur.

Monckton-Smith rannsakaði morðin 372 til að reyna að sjá hvort einhver líkindi væru í hvernig málin þróuðust áður en til morðs kom. Hún komst að þeirri niðurstöðu að oft séu það sömu átta stigin sem leiða til þess að morð er framið.

Í samtali við DR sagði hún að það sé mikilvægt að fólk viti að stjórnsemi, öfundsýki og ráðríki séu ekki rómantískir hlutir heldur hættulegir. Hún benti einnig á að það að vera í sambandi með mjög stjórnsömum aðila leiði ekki endilega til þess að til hótana, ofbeldis eða morðs komi.

Fyrsta stig – Fortíðin sem við komum með inn í sambandið. Allir, sem hefja ástarsamband, eiga sér fortíð. Það á að sjálfsögðu einnig við þá sem eru í standi til að myrða maka sinn. Saga þeirra og fyrri sambönd einkennast oft af ákveðnum atriðum sem geta snemma í nýja sambandinu verið hættumerki um það sem getur gerst í framtíðinni að sögn Monckton-Smith: „Það getur verið þess virði að rannsaka hvort hugsanlegur maki hafi ofsótt fyrrum unnustu/unnusta eða beitt ofbeldi í fyrra sambandi. Það getur líka verið að viðkomandi hafi tilhneigingu til stjórnsemi og afbrýðissemi.  Ef viðkomandi hefur áður beitt maka sinn ofbeldi skaltu flýja.“

Annað stig – Upphafið – Stjórnsemin hefst. Þetta er hættumerki sem þarf að vera vakandi fyrir, jafnvel þótt sambandið sé nýtt. Það koma eflaust margar ástarjátningar fram á þessum tíma og hugsanlega sækir sú tilfinning á fólk að hlutirnir gangi mjög hratt fyrir sig. Nýi makinn vill nefnilega að sambandið verði alvarlegt mjög fljótt. Þetta viðhorf stjórnsama aðilans til sambandsins byggist á heitri ósk um að vera í ástarsambandi sama hvað það kostar. „Þess vegna líður oft ekki á löngu þar til maður er eiginlega í ástarsambandi með viðkomandi,“ sagði Monckton-Smith.

Mynd tengist frétt ekki. Mynd: Getty

 

 

 

 

 

Þriðja stig – Sambandið og stjórnsemin. Þegar sambandið er hafið og fólk kallar sig kærustupar mun þróunin verða slæm. Stjórnsami aðilinn verður með ákveðin hegðunarmynstur og notar mismunandi aðferðir til að hafa stjórn á hinum aðilanum. Hann mun skipta sér af öllu, allt frá klæðaburði til útlits, til hverjum kærastan/kærastinn er með og hvenær. Þessi stjórnsemi getur staðið yfir árum saman og getur verið mjög mikil því stjórnsami aðilinn vill vera alveg viss um að hinn aðilinn geri „það sem honum er sagt“ að sögn Monckton-Smith sem sagði að ofbeldi væri mjög áhrifaríkt verkfæri til að ná þessu fram. Það sé ástæðan fyrir að oft sjáist dæmi um mikið heimilisofbeldi áður en til morðs kemur. Það sé ekki alltaf um beinbrot að ræða, heldur minni áverka.

Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

Fjórða stig – Kveikjan – Óumflýjanlegar deilur. Tíminn á fyrstu þremur stigunum getur virst erfiður og fullur af ofbeldi og stjórnsemi en það er fyrst á fjórða stigi sem fyrstu vísbendingarnar um að sambandið geti orðið mjög hættulegt koma fram. Þetta stig er kallað „kveikjan“. Þá gerist eitthvað á milli aðilanna sem veldur miklum deilum. Oft snýst þetta um að fólk skilur, til dæmis ef konan ákveður að yfirgefa manninn. Það breytir öllu í sambandinu og tengslum viðkomandi. Stærsta „kveikjan“ er almennt séð aðskilnaður eða tilraun til aðskilnaðar frá stjórnsama aðilanum. En það getur líka verið að sá stjórnsami sé með hugmyndir um skilnað í náinni framtíð sagði Monckton-Smith.

Fimmta stig – Stigmögnun – Ástarjátningar og hótanir. Þegar allt virðist vera tapað getur staðan verið mjög hættuleg. Á fimmta stigi reynir stjórnsami aðilinn að ná aftur stjórn á sambandinu. Monckton-Smith segir að til að ná þessu markmiði noti viðkomandi mismunandi aðferðir. „Þetta geta verið allt frá stórum ástarjátningum til morðhótana. Eitt augnablikið getur þetta verið mjög ástríkt og rómantískt en það næsta er grátið og beðið um fyrirgefningu. Það er heldur ekki óalgengt að þeir hóti að drepa ákveðna aðila eða jafnvel sjálfa sig. Þeir geta einnig byrjað með grófar ofsóknir með vöktun og grófu áreiti,“ sagði hún.

Hún sagði einnig að þegar annar aðilinn er kominn á það stig að hegða sér svona þá hætti það líka. Það séu aðallega þrjár leiðir sem koma til greina. Parið geti náð saman á nýjan leik því taktík stjórnsama aðilans virkar. Ef þetta gerist færist parið aftur á þriðja stig. Það getur einnig farið svo að parið taki ekki saman á nýjan leik og það þýðir að á endanum mun stjórnsami aðilinn reyna að stofna til sambands með nýjum aðila. Þriðji möguleikinn er að sambandið færist upp á sjötta stig og það getur haft mjög alvarlegar afleiðingar sagði Monckton-Smith. „Fæstir fara á næsta stig en það kemur samt fyrir,“ sagði hún.

 

Sjötta stig – Morðhugsanir – Óhugsandi „lausn“. Ef manneskja kemst á sjötta stig þá getur það verið mjög hættulegt. Hún hefur þá kannski þá tilfinningu að sambandið geti aldrei aftur orðið eins og það var áður eða eins og hún vill að það verði og að hún geti ekki gert neitt til að breyta því. Henni mun finnast hún misskilin eða svikin vegna þess að sambandið var ekki eins og hún vildi. „Þess vegna byrjar hún að hugsa um morð sem hugsanlega lausn á vanda sínum. Það getur verið að hún finni fyrir vaxandi löngun til að drepa maka sinn eða fyrrum maka en hún getur líka fundið til löngunar til að taka eigið líf,“ sagði Monckton-Smith.

Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

Sjöunda stig – Skipulagningin – Nú verður ekki aftur snúið. Á sjöunda stigi fer morðið að taka á sig mynd í höfði stjórnsama aðilans. Hugsanlega er hann byrjaður að rannsaka eitt og annað varðandi það. Það skiptir máli síðar þegar kemur að því að meta hvort það var skipulagt eður ei. Flestir sem fremja morð hafa skipulagt það að hluta. „Þeim mun ofbeldisfyllri sem manneskjan er, þeim mun hraðari verður skipulagning morðsins. Aðrir eru enn stjórnsamari og ráðríkari. Í þeim tilfellum er oft gerð mjög nákvæm áætlun þar sem hrottalegt ofbeldi kemur sjaldan við sögu,“ sagði Monckton-Smith.

Áttunda stig – Morðið – Hinn hryllilegi hápunktur. Hápunkturinn á þessum átta stigum er morðið sjálft. Hér er það framið. Það getur verið sérstaklega hrottalegt. „Fæstir komast á þetta stig en sumir hrinda áætlun sinni í framkvæmd og drepa maka sinn,“ sagði Monckton-Smith. Hún sagði að þess vegna sé átta stiga kerfið hennar mikilvægt til að skilja hvort maður er hugsanlega fastur/föst í hættulegu sambandi. „Þegar maður skilur þessi átta stig hefur maður tækifæri til að rjúfa ferlið. Á hverju stigi hefur maður tækifæri til að koma í veg fyrir að það færist á næsta stig. Ef maður veit hvar maður er, getur maður stoppað áður en þetta endar illa,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hvarf leikkonu úr Gossip Girl – Ekkert spurst til hennar í tvær vikur

Dularfullt hvarf leikkonu úr Gossip Girl – Ekkert spurst til hennar í tvær vikur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingur í Frakklandi: Þrjú börn fundust látin

Hryllingur í Frakklandi: Þrjú börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var talinn hafa látist í skelfilegu slysi í ágúst – Rannsókn á tölvunni hans leiddi annað í ljós

Var talinn hafa látist í skelfilegu slysi í ágúst – Rannsókn á tölvunni hans leiddi annað í ljós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil leit að manni sem myrti munk og særði þrjá presta í spænsku klaustri

Mikil leit að manni sem myrti munk og særði þrjá presta í spænsku klaustri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morgan var rænt 6 ára – Fjölskyldan beið 30 ár eftir svörum en enginn verður ákærður

Morgan var rænt 6 ára – Fjölskyldan beið 30 ár eftir svörum en enginn verður ákærður