Sumir hafa eflaust velt fyrir sér hvort brennslan sé meiri ef þeir svitna meira en venjulega. En svarið er að það eru engin tengsl á milli brennslu líkamans og þess hversu mikið þú svitnar. Brennslan eykst til dæmis ekki ef þú ferð í gufubað.
Hversu miklu þú brennir á æfingu tengist ákefð æfingarinnar og hversu lengi hún stendur yfir. Þegar þú æfir með mikilli ákefð brennir þú meira á hverri mínútu en þegar æfingin fer fram með lítilli ákefð. Þú svitnar meira á meðan því hitaframleiðsla líkamans eykst. Sviti er mikilvægasta vörn líkamans gegn háum líkamshita.
En hvenær dags er best að stunda líkamsrækt? Það er háð ýmsum þáttum og það er enginn einn tími dagsins sem er betri en annar. Þumalfingurreglan er að það er best að æfa þegar þér finnst þú vera best upplagður/upplögð til þess. Með því verður æfingin best.