Í kjölfar nýlegrar heimildarmyndar þar sem fjallað er um morðið á Madeleine og Brückner tengdur við það með framburði vitna þá hafa samfangar hans ekki haldið aftur af sér. Hann segist nú sæta „móðgunum og morðhótunum“.
„Ég neyðist til að einangra mig því annars eru miklar líkur á að ráðist verði á mig,“ segir hann í bréfi sem hann sendi fjölmiðlum að sögn Der Spiegel.
Þýska lögreglan er sannfærð um að Brückner hafi numið Madeleine á brott úr sumarleyfisíbúð í Algarve og síðan myrt hana. Hann er þekktur barnaníðingur og ofbeldismaður.
Der Spiegel segir að Brückner, sem harðneitar að vera viðriðin hvarf Madeleine, sé vistaður í fangaklefa sem er átta fermetrar og segir hann það jafngilda „pyntingum“.
Hann hefur neyðst til að hætta að vinna í fangelsinu af ótta við að samfangar hans ráðist á hann.