fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Grunaður um morðið á Madeleine McCann – Segist sæta pyntingum í fangelsinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. mars 2022 21:00

Christian Brückner - Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christian Brückner, sem er grunaður um að hafa myrt Madeleine McCann, segist sæta pyntingum í fangelsinu en hann afplánar nú sjö ára dóm fyrir nauðgun á sjötugri konu í Portúgal fyrir mörgum árum. Hann afplánar dóminn í þýsku fangelsi.

Í kjölfar nýlegrar heimildarmyndar þar sem fjallað er um morðið á Madeleine og Brückner tengdur við það með framburði vitna þá hafa samfangar hans ekki haldið aftur af sér. Hann segist nú sæta „móðgunum og morðhótunum“.

„Ég neyðist til að einangra mig því annars eru miklar líkur á að ráðist verði á mig,“ segir hann í bréfi sem hann sendi fjölmiðlum að sögn Der Spiegel.

Þýska lögreglan er sannfærð um að Brückner hafi numið Madeleine á brott úr sumarleyfisíbúð í Algarve og síðan myrt hana. Hann er þekktur barnaníðingur og ofbeldismaður.

Der Spiegel segir að Brückner, sem harðneitar að vera viðriðin hvarf Madeleine, sé vistaður í fangaklefa sem er átta fermetrar og segir hann það jafngilda „pyntingum“.

Hann hefur neyðst til að hætta að vinna í fangelsinu af ótta við að samfangar hans ráðist á hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót