Sky News segir að daglegur fjöldi dauðsfalla hafi næstum tvöfaldast síðan í byrjun febrúar. Því eigi útfararstofur og líkbrennslur í erfiðleikum við að anna eftirspurn.
Á þriðjudaginn létst 291 af völdum veirunnar en síðasta föstudag voru andlátin 429. Rúmlega 13.000 manns hafa látist af völdum COVID-19 frá upphafi faraldursins.
Samkvæmt nýjum tölu hefur tæplega fimmtungur þjóðarinnar smitast af veirunni fram að þessu en um 52 milljónir búa í landinu.
Ríkisstjórnin hefur gefið öllum 60 líkbrennslum landsins fyrirmæli um að lengja opnunartíma sinn og brenna sjö lík á dag en fram að þessu hafa þær brennt 5 lík á dag.
Öllum 1.136 útfararstofum landsins hefur verið fyrirskipað að bæta við aðstöðu sína svo þær geti tekið við fleiri líkum en þær geta nú tekið við 8.700 líkum.