fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Rússneskt flugskeyti endaði í vaskinum hjá honum – Myndband

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. mars 2022 15:30

Flugskeytið í vaskinum. Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg myndbönd frá stríðinu í Úkraínu hafa verið birt á samfélagsmiðlum frá upphafi stríðsins. Sum sýna hörmungar stríðsins í sinni skelfilegustu mynd en önnur eru hreinn og beinn áróður. Enn önnur sýna ýmislegt sem úkraínskur almenningur lendir í og þarf að þola þessa dagana.

Eitt þeirra myndbanda sem hefur vakið mesta athygli að undanförnu var upphaflega birt á TikTok af notandanum @pd05763. Það er einnig að finna á YouTube. Milljónir manna hafa horft á myndbandið og engin furða.

Eins og sjá má í því þá fékk húsráðandinn rússneskt flugskeyti inn í húsið sitt og endaði það í vaskinum. En sem betur fer sprakk það ekki. Ef svo hefði farið væri þetta myndband auðvitað ekki til. Maðurinn býr í Kharkiv.

Sami aðili birti síðan mynd af úkraínskum sprengjusérfræðingum sem komu heim til hans til að gera flugskeytið óvirkt og fjarlægja það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaðurinn í Ivins – „Myrkrið varð að ljósi og rétt varð rangt“

Óhugnaðurinn í Ivins – „Myrkrið varð að ljósi og rétt varð rangt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét vin sinn grafa eigin gröf eftir að hafa séð hrottalegt myndband                    

Lét vin sinn grafa eigin gröf eftir að hafa séð hrottalegt myndband