En nú liggur leiðin upp á við að sögn People sem segir að Jenna hafi birt nokkrar færslur á Instagram þar sem hún skýri frá því.
Þar segir hún meðal annars að hún sé hægt og rólega að ná upp fyrri styrk. Geti gengið með göngugrind núna en fætur hennar hafi misst mikinn vöðvamassa og nú vinni hún að því að enduruppbyggja hann. „Þetta hefur verið mikil líkamleg áskorun en ég held að andlega áskorunin hafi verið erfiðari,“ segir hún meðal annars þar sem hún liggur í rúminu og sýnir síðan fylgjendum sínum að hún geti nú lyft fótunum.
Hún segir að hún sé ekki lömuð heldur sé það taug, sem liggur úr læri niður í hné, sem eigi sök á þessu.