Þar á meðal má nefna að hjartað styrkist, það dregur úr líkunum á að fá krabbamein og kílóunum ætti að fækka. Sýnt hefur verið fram á heilsufarslegan ávinning göngu í fjölda vísindarannsókna og það er eiginlega ekki eftir neinu að bíða, bara að fara í skóna og fara út í góðan göngutúr.
Göngutúrar styrkja blóðrásina og hjartað. Þeir vinna gegn ýmsum hjarta- og æðasjúkdómum, koma í veg fyrir að magn blóðfitu verði of mikið og lækka blóðþrýstinginn. Rannsóknir hafa sýnt að ef þú gengur í 30 mínútur á dag dregur það úr líkunum á hjarta- og æðasjúkdómum um 30%.
Göngutúrar eru líka góðir fyrir heilann því þeir draga úr líkunum á blóðtappa. Sumar rannsóknir benda til að þeir hafi einnig góð áhrif á minnið og vinni gegn elliglöpum.
Göngutúrar bæta svefninn en niðurstöður margra rannsókna sýna að líkamleg áreynsla og hreyfing yfir daginn geti bætt nætursvefninn. Í einni rannsókn kom í ljós að fullorðið fólk, sem glímdi ekki við svefnvandamál, svaf enn betur ef það bætti við þann daglega tíma sem það notaði til gönguferða.
Gönguferðir draga úr líkunum á þunglyndi. Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem er í góðu líkamlegu formi er með færri einkenni þunglyndis og það dregur úr líkunum á þunglyndi síðar á ævinni.
Göngutúr er góður til að losa um spennu og vinnur þannig gegn stressi því líkamleg áreynsla eykur magn endorfíns í líkamanum.
Göngutúrar hafa einnig áhrif á vigtina því það er auðvitað gott fyrir líkamann að fá hreyfingu og hún þarf ekki að vera rosalega erfið til að hafa góð áhrif á hann. Ef þú byrjar að stunda göngutúra í klukkustund daglega þá ættir þú að léttast um 5-10 kg á einu ári en þó með þeim formerkjum að þú mátt ekki borða meira en áður.
Stórar rannsóknir hafa sýnt að hreyfing dregur úr líkunum á að fá ýmsar tegundir krabbameins. Það er enn ein ástæðan fyrir að fara í göngutúr.