Þetta þýðir að kolkrabbar voru komnir fram á sjónarsviðið löngu áður en risaeðlurnar byrjuðu að ráfa um jörðina.
Steingervingurinn er með 10 arma en kolkrabbar nútímans eru með 8. Á hverjum armi eru tvær sogskálar. Líklegt þykir að dýrið hafi lifað í grunnum flóa í hitabeltissjó.
The Guardian hefur eftir Mike Vecchione, hjá Smithsonian National Museum of Natural History, að sjaldgæft sé að finna steingervinga lindýra. Þetta sé merk uppgötvun og sýni að kolkrabbar voru komnir fram á sjónarsviðið löngu fyrr en áður var talið.
Steingervingurinn fannst 1988 í Montana og var gefinn Royal Ontario safninu í Kanada. Áratugum saman var hann geymdur ofan í skúffu án þess að nokkur veitti honum athygli. Steingervingafræðingar voru mun áhugasamari um að rannsaka aðra steingervinga sem fundust á sama stað, til dæmis af hákörlum. En dag einn tóku þeir eftir þessum 10 arma krabba og byrjuðu að rannsaka hann.