fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Pressan

Kolkrabbar voru til löngu áður en risaeðlurnar komu fram á sjónarsviðið

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. mars 2022 07:30

Kolkrabbar eru mjög greindir. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingervingafræðingar hafa fundið elsta steingervinginn, sem vitað er um, af forföður kolkrabba. Hann var grafinn upp í Montana í Bandaríkjunum og er talinn vera um 328 milljóna ára gamall.

Þetta þýðir að kolkrabbar voru komnir fram á sjónarsviðið löngu áður en risaeðlurnar byrjuðu að ráfa um jörðina.

Steingervingurinn er með 10 arma en kolkrabbar nútímans eru með 8. Á hverjum armi eru tvær sogskálar. Líklegt þykir að dýrið hafi lifað í grunnum flóa í hitabeltissjó.

The Guardian hefur eftir Mike Vecchione, hjá Smithsonian National Museum of Natural History, að sjaldgæft sé að finna steingervinga lindýra. Þetta sé merk uppgötvun og sýni að kolkrabbar voru komnir fram á sjónarsviðið löngu fyrr en áður var talið.

Steingervingurinn fannst 1988 í Montana og var gefinn Royal Ontario safninu í Kanada. Áratugum saman var hann geymdur ofan í skúffu án þess að nokkur veitti honum athygli. Steingervingafræðingar voru mun áhugasamari um að rannsaka aðra steingervinga sem fundust á sama stað, til dæmis af hákörlum. En dag einn tóku þeir eftir þessum 10 arma krabba og byrjuðu að rannsaka hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nettröllið sem hefur átt í rúmlega áratugalöngu stríði við Trump – „Ég mun ásækja þennan mann þar til ég dey“

Nettröllið sem hefur átt í rúmlega áratugalöngu stríði við Trump – „Ég mun ásækja þennan mann þar til ég dey“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1.000% aukning í leit Bandaríkjamanna á netinu að upplýsingum um brottflutning úr landi

1.000% aukning í leit Bandaríkjamanna á netinu að upplýsingum um brottflutning úr landi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Besti smyglarinn“ dæmdur í 17 ára fangelsi

„Besti smyglarinn“ dæmdur í 17 ára fangelsi