Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Netflix. Það er framleiðslufyrirtækið Higher Ground, sem er í eigu Barack Obama og eiginkonu hans Michelle Obama, sem framleiðir þættina.
Í þáttunum er fjallað um þjóðgarða í fimm heimsálfum. Þættirnir eru sagðir munu vekja áhuga fólks, í þeim sé húmor og bjartsýni. Í hverjum þætti verður fjallað um einn þjóðgarð og horft á hann með augum eins af villtum íbúum hans.
Netflix segir að það sé ekki tilviljun að Obama komi við sögu í þáttunum því hann hafi í forsetatíð sinni gert fleiri opinber svæði og vötn að verndarsvæðum en nokkur annar bandarískur forseti.