fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Loftslagsbreytingarnar hafa mikil áhrif á evrópska fugla

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. mars 2022 17:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hnattræn hlýnun af völdum loftslagsbreytinganna hefur áhrif á evrópska fugla. Stærð þeirra hefur breyst sem og búsetusvæði þeirra. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Í umfjöllun The Guardian um málið kemur fram að vísindamenn hafi komist að því að  garðsöngvarar, sem eru af ætt spörfugla, eignast nú fjórðungi færri unga en áður og það hefur að vonum mikil áhrif á tegundina.

Gransöngvarar verpa nú 12 dögum fyrr en áður. Aðrar tegundir fara minnkandi og aðrar stækka, til dæmis garðskottur.

Rannsóknin var byggð á gögnum sem hefur verið safnað saman síðan á miðjum sjöunda áratugnum í Bretlandi og Hollandi. Þau ná yfir 60 tegundir.

Rannsóknin hefur verið birt í the Proceedings of the National Academy og Sciences. Í henni kemur fram að hækkandi hitastig eigi sök á rúmlega helmingi þeirra breytinga sem hafa orðið hjá fuglunum en einnig kemur fram að aðrir þættir, til dæmis mengun, þéttbýlisþróun og breytingar á búsetusvæðum, eigi einnig hlut að máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn