Í umfjöllun The Guardian um málið kemur fram að vísindamenn hafi komist að því að garðsöngvarar, sem eru af ætt spörfugla, eignast nú fjórðungi færri unga en áður og það hefur að vonum mikil áhrif á tegundina.
Gransöngvarar verpa nú 12 dögum fyrr en áður. Aðrar tegundir fara minnkandi og aðrar stækka, til dæmis garðskottur.
Rannsóknin var byggð á gögnum sem hefur verið safnað saman síðan á miðjum sjöunda áratugnum í Bretlandi og Hollandi. Þau ná yfir 60 tegundir.
Rannsóknin hefur verið birt í the Proceedings of the National Academy og Sciences. Í henni kemur fram að hækkandi hitastig eigi sök á rúmlega helmingi þeirra breytinga sem hafa orðið hjá fuglunum en einnig kemur fram að aðrir þættir, til dæmis mengun, þéttbýlisþróun og breytingar á búsetusvæðum, eigi einnig hlut að máli.