Jacinda Ardern, forsætisráðherra, tilkynnti að fargjöldin yrðu lækkuð um helming og að skattar á eldsneyti yrðu lækkaðir sem og vegatollar.
Grant Robertson, fjármálaráðherra, sagði að sögn The Guardian að þetta myndi gilda næstu þrjá mánuði og yrði þá tekið til endurskoðunar.
Arden sagði að orkuvandi steðji nú að vegna stríðsins í Úkraínu. Ríkisstjórnin geti ekki stýrt stríðinu í Úkraínu eða stýrt heimsmarkaðsverðinu á eldsneyti en hún geti gripið til aðgerða til að takmarka áhrif verðhækkananna á landsmenn.