Járn í honum er úr loftsteini að sögn LiveScience sem segir að nýlega hafi tvær rannsóknir um uppruna hnífsins verið birtar og séu niðurstöður þeirra gjörólíkar.
Önnur var birt í vísindaritinu Meteoritics & Planetary Science. Í henni er komist að þeirri niðurstöðu að hnífurinn hafi verið búinn til í Anatolia, sem er Tyrkland í dag, og hafi síðan verið gefinn Tutankhamon. Vísindamennirnir segja að límefni, sem er á skafti hnífsins, sé líklega einhverskonar gips gert úr kalki. Þetta er efni sem var ekki notað í Egyptalandi á þessum tíma en var hins vegar notað í Anatolia.
Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að fyrrum konungar í Anatolia gáfu Amenhotep faraó að minnsta kosti einn hníf en hann var afi Tutankhamon.
En í hinni rannsókninni komast vísindamennirnir að því að útilokað sé að benda á einn stað þar sem hnífurinn hafi verið smíðaður. Sú rannsókn var birt í bókinni „Iron from Tutankhamon‘s Tomb“. Í henni komast vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að hlutar af hnífnum geti verið frá Eyjahafi og aðrir hlutar frá Egyptalandi.