Ástæðan fyrir þessari aukningu er að stórum hluta BA.2 afbrigðið en það er meira smitandi en Ómíkron og Delta.
Í Frakklandi greindust rúmlega 100.000 smit á einum sólarhring nú í vikunni en svo mikill fjöldi smita á einum sólarhring hafði ekki greinst í einn mánuð. Í Þýskalandi greinast nú rúmlega 250.000 smit á sólarhring. Smitum hefur einnig fjölgað mikið í Bretlandi og Kína.
Á sama tíma og þetta gerist berast fréttir af nýju afbrigði „Deltakron“ sem inniheldur erfðaefni frá Delta- og Ómíkronafbrigðum veirunnar. Vísindamenn telja að smit af völdum Ómíkron veiti vernd gegn Deltakron vegna uppbyggingar afbrigðisins og hafa þeir sagt að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af afbrigðinu að svo stöddu en vel sé fylgst með því.