fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Bandaríska dómsmálaráðuneytið gerði sátt um bótagreiðslu vegna skotárásarinnar í Parkland

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. mars 2022 18:00

Joaquin Oliver var meðal þeirra sem voru myrtir í Parkland. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur gert sátt við fjölskyldur 16 af þeim 17 sem voru skotin til bana í Marjory Stoneman Douglas high school í Parkland í Flórída 2018.

The Guardian segir að sáttin hafi verið gerð þar sem alríkislögreglan FBI hafi brugðist með því að stöðva árásarmanninn ekki þrátt fyrir að FBI hefði vitneskju um að hann hygðist gera skotárás í skólanum.

Fjölskylda eins nemanda ákvað að taka ekki þátt í málshöfðuninni.

Samtals mun dómsmálaráðuneytið greiða 127,5 milljónir í bætur til fjölskyldnanna sextán. Sáttin felur ekki í sér að ráðuneytið viðurkenni að FBI beri sök á árásinni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.

Árásin átti sér stað 14. febrúar 2018. Um fimm vikum áður fékk FBI ábendingu um að fyrrum nemandi við skólann, Nikolas Cruz, hefði keypt byssur og hefði í hyggju að gera skotárás í skólanum. Þessar upplýsingar bárust til sérstakrar upplýsingalínu FBI. Þeim var hins vegar aldrei komið áfram til skrifstofu FBI í Flórída og lögreglan hafði engin afskipti af Cruz. Hann var rekinn úr skólanum ári áður en hann átti sér langa sögu tilfinningavanda og hegðunarvanda.

Cruz, sem er 23 ára, játaði í október að hafa myrt 17 manns í skólanum. Refsing hans verður ákveðin eftir réttarhöld sem hefjast í apríl. Hans bíður annað hvort dauðadómur eða ævilangt fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaðurinn í Ivins – „Myrkrið varð að ljósi og rétt varð rangt“

Óhugnaðurinn í Ivins – „Myrkrið varð að ljósi og rétt varð rangt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét vin sinn grafa eigin gröf eftir að hafa séð hrottalegt myndband                    

Lét vin sinn grafa eigin gröf eftir að hafa séð hrottalegt myndband