Yfirvöld hafa gripið til harðra sóttvarnaaðgerða og lokunar á samfélagsstarfsemi til að reyna að spyrna við útbreiðslu veirunnar. BBC Business skýrir frá þessu.
Fjöldi daglegra smita hefur verið í þúsundum síðustu daga sem er auðvitað ekki mikið þegar horft er til þess hversu margir búa í Kína. En þetta er mesti fjöldi smita síðan á fyrstu mánuðum 2020 þegar faraldurinn braust út.
Foxconn, sem framleiðir iPhones fyrir Apple, hefur stöðvað framleiðslu sína í Shenzhen og bíður eftir heimild frá yfirvöldum til að hefja starfsemi á nýjan leik.
Toyota hefur lokað verksmiðju sinni í Jilin-héraði og Volkswagen hefur lokað verksmiðju sinni í Changchun.