Konur þurfa almennt ekki að „dvelja“ eins lengi og karlar á klósettinu þegar þær þurfa að sinna þessu kalli náttúrunnar. Sumir karlar eiga það hins vegar til að sitja í 10 til 15 mínútur á dollunni og fara oftar til þessa verks en konur.
Oft hefur verið grínast með að karlar noti klósettið sem „hvíldarstað“ frá fjölskyldunni.
Nýlega birti kona ein myndband á TikTok þar sem hún segist telja að langar klósettferðir karla séu vegna þess að að hægðirnar snerti „G-blettinn“ þeirra á leiðinni út og þeir örvist kynferðislega við það. Af þeim sökum sitji þeir lengur en konur á klósettinu því „G-bletturinn“ þeirra örvist ekki við þetta.
Ekki er vitað hvort konan meinti þetta í fullri alvöru en Dr. Karan Rajan, læknir sem hefur birt myndbönd á TikTok um læknisfræðileg mál, sá þetta myndband og svaraði því, að sjálfsögðu með myndbandi, og er ekki alveg ósammála konunni. Ladbible skýrir frá þessu.
Í því segir hann að oft sé vísað til þess að blöðruhálskirtillinn sé G-punktur karla og hann sitji nærri endaþarmsopinu og því sé ekki útilokað að töluvert stórar hreyfingar í endaþarminum örvi þetta svæði.
Hann segist því ekki getað útilokað að sú „léttandi tilfinning“ margir karlar finna til þegar þeir „gera stórt“ sé einhverskonar „mínífullnæging“ og að hún geti jafnvel verið ávanabindandi.