Kínverskir fjölmiðlar segja ekkert sé óeðlilegt við þessa aukningu og benda á að áður en heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á hafi útgjöldin að jafnaði aukist um 7% á ári.
Global Times, sem lýtur stjórn kommúnistaflokksins, segir að útgjöld til varnarmála séu 1,2% af vergri þjóðarframleiðslu á sama tíma og þau eru 2,4% að meðaltali á heimsvísu samkvæmt úttekt Stockholm International Peace Research Institute.
Útgjöld Bandaríkjanna til varnarmála nema 3,7% af vergri þjóðarframleiðslu.