Um er að ræða fyrstu útgáfu af bókinni Harry Potter og viskusteinninn en aðeins 500 eintök voru prentuð af þessari útgáfu og því er hún mjög sjaldgæf.
Seljandi bókarinnar fann hana í pappakassa í nytjamarkaði í Manchester og greiddi sem nemur 80 íslenskum krónum fyrir hana. Hún er ekki í toppstandi og í lýsingu Hansons uppboðshússins var tekið fram að hún væri sjarmerandi slitin með teikningum eftir börn á mörgum síðum.
Ekki var búist við að hátt verð fengist fyrir bókina en það var hart barist um hana og endaði verðið eins og fyrr segir í sem nemur um 2,6 milljónum íslenskra króna.